Um Okkur

K.H.G Þjónustan var stofnuð árið 1993 af Kristni Helga Gunnarssyni sem síðan gerði fyrirtækið að einka hlutafélagi árið 1997 og varð að K.H.G Þjónustan. K.H.G Þjónustan er staðsett á Eirhöfða 14 í Reykjavík, á hentugum stað þar sem viðskiptavinir hafa greiðan aðgang. Kristinn Helgi hefur starfað sem bifvélavirkjameistari í tæp 30 ár og hefur gífurlega reynslu af allskonar viðgerðum á sendibílum, vörubílum, vinnuvélum, traktorum, vörulyftum, lyfturum og heyvinnuvélum. K.H.G Þjónustan hefur starfað við gott orðspor og hefur átt í viðskiptum við mörg virt fyrirtæki eins og Ingvar Helgason, Ölgerðina, Mjólkursamsöluna, Eimskip og fjölda annarra. K.H.G Þjónustan sérhæfir  sig ekki eingöngu í viðgerðum heldur selur það vélar, tæki og varahluti á mjög góðu verði.

 

Hjá K.H.G Þjónustunni starfa ásamt Kristni þeir Ragnar Víðir, Petrik, Kamil, Marcin, Tómas. Ragnar Víðir hefur starfað hjá K.H.G Þjónustunni frá upphafi og er sonur Kristins Helga. Ragnar er mjög virtur bifvélavirki og hefur mikla reynslu í viðgerðum á vélknúðum tækjum sama hvaða gerð það er, hann er mjög góður viðgerðarmaður á vörulyftum, heyvinnuvélum, dráttavélum, vörubílum og öllu sem snýst að vélum. Helstu áhugamál Ragnars eru mótorhjól, torfæruhjól og allt sem við kemur vélum svo auðvelt er að segja að ef það er vandamál í vélum þá er Ragnar rétti maðurinn til að tala hafa samband við. Ragnar hefur verið viðriðin þeirri frægu íþrótt mótorsport hérna á Íslandi og hefur hann meðal annars verið viðgerðarmaður hjá Ragnari Skúlasyni hinum landsþekkta torfæru ökumanni.